Skanwiki/Grein mánaðarins/01, 2015
Farsími er lítill þráðlaus handsími sem notast við farsímakerfi sem er ein tegund þráðlauss og langdrægs símakerfis. Helsti tilgangur farsíma er að hringja og senda smáskilaboð (SMS). Auk þessarar grunnvirkni gera nútímafarsímar manni kleift að gera margt fleira, til dæmis vafra á netinu, taka myndir, taka upp myndbönd, hlusta á tónlist, horfa á sjónvarpsefni og kvikmyndir, spila tölvuleiki og greiða fyrir vörur. Farsímar sem bjóða upp á slíka möguleika eru oft kallaðir snjallsímar. Slíkir símar eru oft með snertiskjá og/eða lyklaborð, hraðari örgjörva og meira geymluspláss fyrir margmiðlunarefni og öpp.